Sr. Fjölnir Ásbjörnsson settur í embætti

Á Skírdag var Sr. Fjölnir Ásbjörnsson settur í embætti sóknarprests af Sr. Guðna Þór Ólafssyni prófasti í Húnavatnsprófastdæmis. Í Skagastrandarprestakalli eru auk Hólaneskirkju, Hofskirkja, Höskuldsstaðakirkja, Holtastaðakirkja, Bólstaðarhlíðarkirkja og Bergstaðakirkja. Það má því segja að prestakallið nái frá Víkum á Skaga fram að Fossum í Svartárdal eða rúma 100 km. 

Að athöfn lokinni var haldið kaffisamsæti í Hótel Dagsbrún. Sr. Fjölnir útskrifaðist frá Guðfræðideild HÍ vorið 2000 og hefur starfað sem afleysingaprestur á Sauðárkróki, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og á Tálknafirði. Hann er upp alinn á Sauðárkróki og foreldrar hans búa þar. Sr. Fjölnir er giftur Heiðrúnu Tryggvadóttur kennara og eiga þau tvo syni þriggja og sex ára gamla.

Myndir með fréttinni tók Árni Geir