SSNV býður upp á Dag atvinnulífsins á Laugabakka

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða með öllu áhugafólki um atvinnumál í Húnavatnssýslum og Skagafirði til Dags atvinnulífsins sem haldinn er nú annað árið í röð í Félagsheimilinu Ábyrgi á Laugarbakka, 10. nóvember 2010. 

Degi atvinnulífsins er ætlað að styrkja tengslin milli starfandi fyrirtækja á svæðinu, hvetja einstaklinga í atvinnurekstri og örva nýsköpun.  

Hvatningarverðlaun SSNV 2010
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita árlega hvatningarverðlaun einu fyrirtæki sem þykir til fyrirmyndar á sviði rekstrar og/eða nýsköpunar.  Árið 2010 eru eftirtalin fyrirtæki tilnefnd:
  • Eðalmálmsteypan á Hvammstanga
  • Ferðaþjónustan á Brekkulæk
  • Ferðaþjónustan á Dæli
  • Kidka Wool Factory Shop
  • Selasetur Íslands
Dagskrá
Kl.   9:30 – 10:00 Morgunhressing, skráning og móttaka gesta.
Kl. 10:00 – 10:15 Setning – Bjarni Jónsson, stjórnarformaður SSNV
Kl. 10:15 – 11:15 Fyrirtækjakynningar – Kynning á starfsemi þeirra fimm fyrirtækja sem tilnefnd eru til hvatningarverðlauna SSNV 2010.
Kl. 11:15 – 11:30 Tónlistaratriði.
Kl. 11:30 – 12:00 Norðurland vestra í tölum - Katrín María Andrésdóttir, verkefnisstjóri SSNV atvinnuþróun
Kl. 12:00 - 13:15 Léttur hádegisverður í boði SSNV.
Kl. 13:15 - 13:30 Leynigestur kemur fram.
Kl. 13:30 – 14:15 Fjárfestingar og fyrirtæki á landsbyggðinni - Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Auður Capital.
Kl. 14:15 – 15:00 Húmor í stjórnun - Edda Björgvinsdóttir leikkona.
Kl. 15:00 – 15:15 Afhending hvatningarverðlauna SSNV 2010 – Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV.

Veitingar og dagskrárlok.
 
Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda
Gudrun Kloes  atvinnuráðgjafi, netfang:gudrun@ssnv.is, vefsíða www.ssnv.is, sími 455 2515 eða 898 5154.