Staða forstöðumanns Ness listamiðstöðvar laus til umsóknar

Nes listamiðstöð á Skagaströnd auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri listamiðstöðvarinnar, þar á meðal markaðs- og kynningarstarfi, fjármálum, gerð styrkumsókna og skipulagningu viðburða. Forstöðumaður starfar náið með verkefnastjóra, sem sér um dagleg samskipti við listamennina sem dvelja í Nesi, og vinnur jafnframt með stjórn félagsins að stefnumótun og áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar.

Um er að ræða 50% starf, með starfsstöð á Skagaströnd. Möguleiki er á fjarvinnu að hluta og vinnutími er samkvæmt samkomulagi. Til greina kemur að auka starfshlutfall síðar.

Hæfniskröfur

· Háskólamenntun á sviði lista og/eða menningar er æskileg, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

· Góð færni í töluðu og rituðu máli á ensku.

· Kunnátta í öðrum tungumálum kostur.

· Reynsla af verkefnastjórnun á sviði lista, menningar eða viðburðastjórnunar er kostur.

· Sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.

· Frumkvæði, áhugi og jákvæðni í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2025. Senda skal ferilskrá og umsókn, ásamt hugmyndum umsækjanda um framtíðarsýn Ness listamiðstöðvar á nesboard@neslist.is.

Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Hrafnhildur Sigurðardóttir á netfangið nesboard@neslist.is eða í síma 848 6051. Sjá einnig https://neslist.is/director-and-studio-manager-roles/

 

Um Nes listamiðstöð Nes listamiðstöð var stofnuð árið 2008. Ár hvert dvelja að jafnaði um 100 listamenn á Skagaströnd í tengslum við starfsemina, sem hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið. Heimsaíða Ness er https://neslist.is.

Skagaströnd er líflegur sjávarbær með um 450 íbúa, þar sem finna má alla helstu grunnþjónustu - leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og öflugt félagslíf fyrir alla aldurshópa. Bærinn er þekktur fyrir fjölbreytt menningarlíf, blómlegt tónlistarlíf og gott samfélag.