Staða skólastjóra laus til umsóknar

UM STARFIÐ

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið
og gott starf hefur verið unnið í skólanum síðustu ár og þarf nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og
þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um
notkun þessara tækja í skólastarfi.

Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst n.k.

Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10.b. og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Kennarar og annað starfsfólk
skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Húsnæði skólans og allur aðbúnaður er góður. Stutt er í íþróttahús og
tónlistarskóla og er gott samstarf þar á milli.

Hlutverk og ábyrgð
• Veita faglega forystu og móta framtíðarsýní samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög umgrunnskóla.
• Stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfnikröfur
• Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða farsæl stjórnunarreynsla æskileg.
• Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi.
• Vilji og áhugi á nýtingu upplýsingtækni í skólastarfi, þ.m.t. snjalltækja.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og metnaður.
• Færni og reynsla í starfsmannastjórnun sem og í fjármálastjórnun og áætlanagerð er kostur.

Umsókn

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars n.k. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is
Með umsókn skal skila starfsferilsskrá, nöfnum tveggja umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 4522800 eða netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju