Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Á Sumardaginn fyrsta fór fram hin árlega stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkja grunnskóla á Norðurlandi vestra. Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla og fyrirtækja á Norðurlandi.  Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram 12. mars og tóku 105 nemendur af Norðurlandi vestra þátt í henni. Að þessu sinni komust 2 nemendur Höfðaskóla í úrslitakeppnina, þau Kristján Ýmir Hjartarson og Laufey Inga Stefánsdóttir.

Bæði stóðu sig mjög vel í úrslitakeppninni  og lenti Kristján Ýmir í öðru til þriðja sæti.  Í verðlaun hlaut hann reiknivél, minniskubb, bók, tölvuorðabók, bol og eignarbikar ásamt 10.000 kr.

 

Nánar má lesa um keppnina á heimasíðu FNV, http://www.fnv.is

 

 

   Elva Þórisdóttir.