Stærðfræðikeppni í Höfðaskóla

Á föstudaginn 6. febrúar er dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni verður efnt til stærðfræðikeppni innan Höfðaskóla í samstarfi við Lionsklúbb Skagastrandar.

Lögð verður ein þraut fyrir hvert aldursstig, þ.e. keppt er í 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Þrautirnar má finna vef Höfðaskóla.

Lausnum skal skila á kennararstofuna í síðasta lagi fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16:00. Nauðsynlegt er að merkja lausnirnar með nafni.

Dregið verður úr réttum lausnum á degi stærðfræðinnar og hljóta sigurvegarar að launum smá glaðning.

Allir nemendur eru hvattir til að taka þátt og senda inn sína lausn.