Starf hjá Greiðslustofu á Skagaströnd

Vinnumálastofnun leitar eftir kraftmiklum og jákvæðum starfskrafti í liðsheild sína hjá Greiðslustofu á Skagaströnd. Um er að ræða tímabundið starf fulltrúa í símaveri.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Símsvörun, almenn skrifstofustörf
  • Upplýsingagjöf
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur fulltrúa

  • Stúdentspróf er æskilegt
  • Góð reynsla af skrifstofustörfum
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Þekking á vinnumarkaði, stjórnsýslulögum og atvinnuleysistryggingarkerfinu er kostur
  • Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2013. Öllum umsóknum verður svarað.

Greiðslustofa á Skagastönd er staðsett á Túnbraut 1-3 og er hlutverk hennar að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið. Þar starfa nú á þriðja tug starfsmanna. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Vinnumálastofnunar á heimasíðu hennar http://www.vinnumalastofnun.is/.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Líneyjar Árnadóttur, forstöðumanns Greiðslustofu á netfangið liney.arnadottir@vmst.is, en hún veitir einnig frekari upplýsingar í síma 582-4900.