Starf í boði - afleysing fyrir hafnarvörð á Skagastrandarhöfn

Hafnarvörður á Skagastrandahöfn

afleysing með skömmum fyrirvara

Skagastrandarhöfn auglýsir eftir starfs­manni í afleys­ingar fyrir hafn­ar­vörð.

Starfsmaðurinn starfar við leiðsögn og öryggiseftirlit við höfn og sinnir verkefnum hafnarvarða, s.s. vigtun afla, samskipti við Fiskistofu, móttöka og röðun skipa í höfn, afgreiðsla vatns og rafmagns til skipa og tilfallandi viðhaldsvinnu.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Hæfniskröfur

  • Réttindi sem löggiltur vigtarmaður eða vera tilbúinn til að sækja námskeið til öflunnar slíkra réttinda og standast próf
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Sjálfstæði og frumkvæðni
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
  • Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri og með hreint sakarvottorð

Umsóknum skal skila til á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is

Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455-2700