Starfsfólk Barnabóls á Haustþingi

Haustþing leik og grunnskóla á Norðurlandi-vestra var haldið á Blönduósi, föstudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt haustþing leikskóla og grunnskóla á Norðurlandi vestra. Í kring um 250 manns sóttu þingið. Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara og Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara fluttu ávörp. Lýstu þau ánægju sinni með sameiginlegt haustþing grunn- og leikskólanna á Norðurlandi vestra Leikskólastarfsfólkið hlýddi síðan á fyrirlestra hjá Guðjóni Ólafssyni sérkennslufræðingi og skólamálstóra í Austur- Húnavatnssýslu um hegðun og aga og hjá Antoni Bjarnasyni kennara um gildi hreyfingar Fimm námskeið voru í boði sem starfsfólk leikskóla gat valið um; Hagnýtt námskeið um aðalþætti í tónlistaruppeldi ungra barna, kennari Robert Faukhner Listsmiðja þar sem unnið var í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar, en hún byggir á mikilvægi þess að virkja skynfæri barnanna og okkar sjálfra í gegnum leik og skapandi starf., Arna Guðný Valsdóttir fyrrverandi kennari í leikrænni tjáningu við Háskólann á Akureyri. Borghildur Blöndal kennari fjallaði um mataræði barna. Anna Gilsdóttir hjúkrunarfræðingur, stiklaði á stóru um grunnþætti í yoga fyrir börn á leikskólaaldri, Myndlist hjá Ólínu Geirsdóttur, litaæfing þar sem unnið var með blöndun lita þar sem ímyndunaraflið og hugmyndaflugið fékk að njóta sín. Aðrir fyrirlestrar voru í boði fyrir grunnskólakennarana; stærðfræði, lestrarkennsla í 1.-4. bekk, heimspeki fyrir börn, náttúrufræði, og margt fleira. Rauði Kross Íslands, Námsgagnastofnun og fleiri voru í anddyri Félagsheimilisins með kynningu á efni og vörum sem tengjast skólastarfinu. Fram kom eftir þingið að margir hefðu viljað sjá lengri sameiginlega dagskrá en vonandi er þetta bara byrjunin á farsælu starfi sem eflir þekkingu og styrkir samstafið á milli þessara nátengdu skólastiga. Þinginu lauk svo með hátíðarkvöldverði, skemmtidagskrá og dansleik í Félagsheimilinu á Blönduósi. Helga Bergsdóttir leikskólastjóri