Starfsfólk óskast á Sæborg

 

Viltu finna þér áhugaverðan starfsvettvang?

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd auglýsir eftir sjúkraliðum og starfsfólki við umönnun til starfa sem fyrst..

Á Sæborg búa að jafnaði níu aldraðir einstaklingar.

Helstu verkefni:

 • Veita íbúum stuðning og umönnun við athafnir daglegs lífs.

   

  Hæfniskröfur:

 • Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvætt viðmót.

 • Samskipta- og samstarfshæfni.

 • Framtakssemi og samviskusemi.

 • Að tala og skrifa íslensku

 • Hreint sakavottorð.

   

  Í boði er:

 • Gefandi og lærdómsríkt starf.

 • Aðstoð við að finna hentugt húsnæði

 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Vaktafyrirkomulag og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi

 

Umsókn:

 • Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri, Jökulrós Grímsdóttir eða staðgengill, í síma 452 2810 / póstfang saeborg@simnet.is

 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

 

Í Sveitarfélaginu Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Þar er auðugt mannlíf, góður grunnskóli og leikskóli sem starfar í anda Hjallastefnunnar.