Starfsmaður óskast á heilsugæslustöðina

 

Móttaka og símavarsla

Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir almennum starfsmanni á heilsugæsluna á Skagaströnd.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Móttaka, tímabókun, afgreiðsla og uppgjör
- Símsvörun
- Skjalafrágangur
- Afgreiðsla lyfja frá Lyfju
- Ræsting á húsnæði heilsugæslunnar
- Önnur tilfallandi störf

Hæfnikröfur

- Æskilegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum og dagsöluuppgjörum
- Reynsla og góð undirstaða í almennri tölvuvinnslu er æskileg
- Almenn enskukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gott viðmót, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannþjónustu hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. 
Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSN. 
Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára.

Starfshlutfall er 70 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2017

Nánari upplýsingar veitir

Ásdís H Arinbjörnsdóttir - asdis.arinbjarnardottir@hsn.is - 455 4100


HSN Blönduós Heilsugæsla Skagaströnd

Flúðabakka 2
540 Blönduós