Starfsmaður óskast í bókasafn

  Umsjónarmaður bókasafns:

Laust er til umsóknar 25% framtíðarstarf umsjónarmanns Bókasafns Skagastrandar.

Leitað er eftir skipulögðum einstaklingi með ríka þjónustulund og jákvæða framkomu til að sinna afgreiðslu og umsjón með bókasafninu frá og með 1. nóvember 2017. Góð tölvukunnátta er æskileg.

Opunartími safnsins er:

  • mánudaga kl 16-19

  • miðvikudaga kl 15-17

  • fimmtudaga kl 15-17

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 15. október 2017.

Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri. Sími: 455 2700 á skrifstofutíma. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is . Umsóknir má senda í tölvupósti á netfangið: skagastrond@skagastrond.is

 

Sveitarstjóri