Stefán Velemir sigraði í kúluvarpi á unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í 13. sinn um verslunarmannahelgina. Aldrei hefur mótið verið jafn stórt og í ár og keppt var í fjölbreyttum greinum. Frá USAH voru skráðir 38 keppendur í frjálsíþróttum, fótbolta og sundi. Allir keppendur frá USAH stóðu sig með stakri prýði og voru félaginu til mikillar sóma.
 
Mjög góður árangur sést í kastgreinum frá félaginu en þar hreppti félagið nokkra verðlaunapeninga. 

Í kúluvarpi hjá sveinum 15 – 16 ára kastaði Stefán Velemir frá Skagaströnd 14,26 og sigraði í þeim flokki. Magnús Örn Valsson náði 3. sætinu og Brynjar Geir Ægisson var í því 8. 

Í kúluvarpi 13 ára pilta kastaði Guðmar Magni Óskarsson 10,84 og náði 2. sætinu og kúluvarp hjá drengjum 17 – 18 ára var Sigmar Guðni Valberg í 2. sæti og kastaði 11,64. 

Í spjótkasti kastaði Kristrún Hilmarsdóttir 18,18, í flokki stelpur 11 ára, og náði 2. sæti og Sigmar Guðni kastaði 11,64 í sínum flokki og hreppti 3. sætið.
Í 100 m hlaupum náðu tveir keppendur frá USAH á pall og Guðrún Dóra Sveinbjarnardóttir hljóp á 13,67 sek í flokki telpur 13 ára og í flokki pilta 14 ára hljóp Auðunn Þór Húnfjörð á 13,02 og náðu þau bæði 2. sæti í sínum flokkum
Einnig stóðu keppendur í knattspyrnu mjög vel og í 2. flokki stráka var blandað lið frá USAH/UMSB í 3 sæti og blandað lið frá UMSS/USAH2 náðu einnig sæti í 3. flokki hjá strákum. 

Hægt er að skoða úrslit frá mótinu inn á www.ulm.is undir úrslit. 
Mótið heppnaðist mjög vel og ég vil þakka öllum foreldrum og aðstandendum sem hjálpuðu til við undibúning og aðstoðuðu á mótsstað kærlega fyrir mikla og góða hjálp. Við getum verið stolt af okkar fólki.

Ásta Berglind Jónsdóttir
Framkvæmdarstjóri USAH