Stefnur og markmið jafnlaunakerfis sveitarfélagsins

Í byrjun júlí 2022 var sagt frá því að sveitarfélagið hefði hlotið jafnlaunavottun samkvæmt Jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins.

Í tengslum við jafnlaunakerfið hefur sveitarfélagið m.a. sett sér jafnlaunastefnu, jafnréttismarkmið og mannauðsstefnu sem er hluti af framkvæmd kerfisins og eftirfylgni við þær kröfur sem þar koma fram.

Stefnurnar og markmiðin má kynna sér undir samþykktum og útgefnu efni á heimasíðu sveitarfélagsins og verða þær uppfærðar eftir þörfum og bætt við nýjum stefnum og markmiðum sem hljóta samþykki sveitarstjórnar þegar svo ber við.

Hér má einnig nálgast umrædd skjöl sem er bæði gagnlegt og fróðlegt að kynna sér:

Jafnlaunastefna

Jafnréttismarkmið

Mannauðsstefna