Steypuvinna á miðjum þorra

Starfsmenn Trésmiðju Helga Gunnarssonar steyptu í dag plötu undir nýja Heilsugæslu sem er í byggingu við Ægisgrund. Einmuna veðurblíða hleypti mönnum kapp í kinn og hefur verið mikill gangur í útivinnu síðustu daga á miðjum þorra. Steypunni er ekið frá Sauðárkróki og er steypt í einu lagi, sökkull og plata. Myndirnar sem teknar voru í morgun við upphaf steypuvinnunar eru teknar af Árna Geir Ingvarssyni.