Stóra upplestrarkeppnin

Keppendur frá Höfðaskóla
Keppendur frá Höfðaskóla

Þrír nemendur í 7. bekk Höfðaskóla kepptu í hinni árlegu Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnaþingi sem haldin var 14. apríl á Laugabakka. Það voru þau Alexandra Ólafsóttir, Kristján Ýmir Hjartarson og Laufey Inga Stefánsdóttir.

Keppendur voru alls 12 frá öllum grunnskólum á svæðinu.

Þarna voru margir úrvals lesarar og erfitt hlýtur að hafa verið að gera upp á milli þeirra.  Krakkarnir okkar voru í þeim hópi, þau stóðu sig með svo mikilli prýði að klappliðið var að rifna úr stolti.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og sigurvegarinn var Alexandra okkar.

(Heimild http//hofdaskoli.skagastrond.is)