STÓRI PLOKKDAGURINN 24. APRÍL

Stóri plokk­dagurinn verður laugardaginn 24. apríl.


Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Margt smátt gerir eitt stórt!


Sveitarfélagið hvetur alla til þess að taka þátt og mun staðsetja einn gám við Áhaldahús/Nes Listamiðstöð og annan við Skagaveg norðan við skátabraggann (á Kröfluplani) þar sem hægt verður að losa sig við það rusl sem safnast saman! Gámarnir verða til taks alla helgina.

Munum að virða tveggja metra regluna!


Sveitarstjóri