Stórtónleikar í íþróttahúsinu á Skagaströnd

Föstudaginn 16. júní kl 17.00 verða stórtónleikar norrænna karlakóra í íþróttahúsinu á Skagaströnd. Þá munu karlakórar frá vinabæjum Skagastrandar í Ringerike, Växjö og Lohja syngja ásamt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

Dagskráin er þannig upp byggð að kórarnir syngja bæði hver fyrir sig og allir saman. Okkur býðst því einstakt tækifæri til að heyra skemmtilegan söng frá öðrum norðurlöndum og jafnframt hlýða á stærsta karlakór sem sungið hefur í Húnaþingi.

Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir 1000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Höfðahreppur.