Strákar/stelpur: Mismunandi áherslur í kennslu og uppeldi?

Þann 8. nóv. s.l. var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar námskeið um áherslur Hjallastefnunnar í skóla og uppeldisstarfi. Námskeiðið byggði á fyrirlestri Margrétar Pálu Ólafsdóttur, skólastjóra og frumkvöðli, um mögulegt tap stúlkna og drengja í kynjablönduðum hópum í leik og starfi. Einnig fjallaði hún um hvernig byggja megi upp mismunandi áherslur og leiðir í kennslu stúlkna og drengja til hagsbóta fyrir alla. Margrét Pála kynnti kynjanámskrá Hjallastefnunnar sem leið að jafnréttiskennslu.

Sjötíu starfsmenn skólanna í Húnavatnssýslum mættu til að læra af Margréti Pálu. Allir virtust mjög ánægðir með námskeiðið, sem sagt var bæði lærdósmríkt og skemmtilegt.

Fundað var í félagsheimilinu Ásbyrgi, Laugarbakka.

Mynd: Allir þátttakendur, Leiðbeinandi fyrir miðju fremst.