Stuðningur við nemendur í dreifnámi

Í ljósi sérstakra aðstæðna veturinn 2013-2014, þar sem fáir nemendur frá Skagaströnd sækja dreifnám á Blönduósi, hefur sveitarstjórn samþykkt að veita stuðning til þeirra nema sem hafa búsetu á Skagaströnd en ferðast daglega á milli heimilis og námsstaðar á Blönduósi.

Í grundvallaratriðum byggja reglurnar á að stuðningur vegna óhagræðis fyrir einn nemanda að kosta ferðir sínar á námsstað séu bættar með stuðningi sem nemur tvöföldum akstursstyrks Námsstyrkjanefndar (LÍN) á önn en sé um að ræða tvo nemendur verður stuðning á hvern nemanda sem nemur einum  akstursstyrk á önn. Sé um að ræða að þrjá eða fleiri nemendur sem falla undir framangreindar skilgreiningar fellur sérstakur stuðningur sveitarfélagsins niður.

Reglurnar eru á heimasíðu sveitarfélagsins og má nálgast hér.