Styrkir til leikskóla- og grunnskólakennaranáms

Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir eftir umsóknum um styrki til að stunda grunnskólakennara- eða leikskólakennaranám. Um er að ræða tvo styrki að upphæð 250  þús. hvorn á ári til einstaklinga sem stunda fullt staðnám í HÍ, KHÍ eða HA. Styrkirnir verða veittir með því skilyrði að viðkomandi einstaklingar starfi að loknu námi, jafn mörg ár og styrktímanum nemur við grunnskólann eða leikskólann á Skagaströnd.

 

Umsóknarfrestur er til 12. september n.k.

 

Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 4522707

 

Sveitarstjóri Höfðahrepps