Styrkir til leikskóla- og grunnskólakennaranáms!

Á fundi Hreppsnefndar Höfðahrepps, 17. maí sl., var samþykkt að veita 2 námsstyrki, að upphæð 250 þúsund kr. hvorn á ári, til einstaklinga sem hyggjast stunda kennara- eða leikskólakennaranám. Styrkirnir eru veittir með því skilyrði að viðkomandi einstaklingur starfi, að loknu námi, jafn mörg ár við grunnskólann eða leikskólann á Skagaströnd og styrktíma nemur. Hér með er auglýst eftir umsóknum um þessa styrki. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Höfðahrepps. Allar nánari upplýsingar veita Birna Sveinsdóttir, Ingibergur Guðmundsson og Magnús B. Jónsson.