Styrkir úr Menningarsjóði Skagastrandar

Tómstunda- og menningarmálanefnd auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningarsjóði Sveitarfélagsins Skagastrandar. Umsóknir geta átt við hvers konar menningarstarf, en sérstaklega er bent á myndlist, tónlist, leiklist, ritlist, varðveislu menningar og ýmsa menningarviðburði. Forsenda úthlutunar er að styrkþegar efli menningu í sveitarfélaginu og að umsækjandi eigi þar heimilisfesti.

Umsóknareyðublað og reglur um menningarsjóð eru á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknafrestur er til 15. maí 2008.

 

Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar