Styrktartónleikar fyrir Jón Gunnar og fjölskyldu

Fimmtudaginn 15. maí n.k. verða haldnir styrktartónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd til styrktar Jóni Gunnari Einarssyni og fjölskyldu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Fram koma ýmsir tónlistarmenn sem allir gefa vinnu sína og munu allir peningar sem inn koma renna óskiptir til fjölskyldunnar.

 

Þeir sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja Jón Gunnar og fjölskyldu er bent á söfnunarreikninginn 0160-26-61400, kt: 290483-3799.

 

Eins og flestum er kunnugt slasaðist Jóns Gunnars Einarssonar mjög alvarlega á mótorhjóli þann 12. apríl sl. Jón Gunnar og eiginkona hans Guðrún eiga tvö ung börn og þriðja barnið er á leiðinni. Vonast fjölskyldan og vinir að sem flestir taki höndum saman og leggi þeim lið til að styrkja og styðja Jón og fjölskyldu hans í þessari baráttu. Jón Gunnar er nú á bata vegi og fer að fara á Grensás í endurhæfingu en verður lengi frá vinnu.