Styrktartónleikar í Fellsborg

 

Laugardagskvöldið 25. febrúar sl. voru haldnir tónleikar til styrktar Dóru Sveinbjörnsdóttur í félagsheimilinu Fellsborg en Dóra hefur greinst með alvarlegan sjúkdóm. Á tónleikunum komu fram eftirtaldir tónlistamenn:

 • Guðmundur Jónsson
 • Hjörtur Guðbjartsson
 • Hafþór Gylfason
 • Þórarinn Grétarsson
 • Hans Birgir Högnason
 • Angela Basombrio
 • Birkir Rafn Gíslason
 • Jón Ólafur Sigurjónsson
 • Hugrún Sif Hallgrímsdóttir
 • Eygló Amelía Valdimarsdóttir
 • Þorvaldur Skaftason
 • Anna Skaftadóttir
 • Viggó Brynjólfsson
 • Hljómsveitin Spor
 • Kirkjukór Hólaneskirkju

 

Þessir tónlistamenn blönduðust á ýmsa vegu á tónleikunum og fluttu mismunandi gerð tónlistar, allt frá þungu rokki til kirkjutónlistar. Tónleikarnir tókust í alla staði vel og voru vel sóttir. Allir sem að tónleikunum komu gáfu vinnu sína og því rennur allur ágóði til málefnisins.

 

Tónleikarnir voru haldnir að frumkvæði tónlistarmanna á Skagaströnd en auk þess hefur Lionsklúbbur Skagastrandar staðið að söfnun fyrir sama málefni og hefur opnað söfnunarreikning nr. 0160-26-63000, kt. 700704-3270