Styrkur vegna frístundakorts hækkaður

Á fundi sveitarstjórnar þann 30. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn að hækka styrk vegna frístundakorts úr kr. 15.000.- í kr. 25.000.- vegna 2019.
Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður.

Sveitarfélagið hvetur foreldra til að nýta styrkinn, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri