Sumarafleysing íþróttahús og sundlaug

Sumarafleysingastarfsmann vantar við íþróttahús og sundlaug Skagastrandar

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum sem verður haldið í júní á Skagaströnd.

Í starfinu felst m.a.

  • eftirlit við sundlaug og í baðklefum
  • vinna í afgreiðslu bæði í sundlaug og íþróttahúsi
  • þrif og önnur tilfallandi verk

Hæfniskröfur:

  • jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • tölvukunnátta
  • hreint sakavottorð

Ráðningartímabil: 1.júní - 31.ágúst

Umsóknarfrestur er til og með 10.maí

Allar fyrirspurnir vegna umsóknar skulu berast á netfangið

arnar.viggosson@gmail.com