Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni

Þeir sem sækjast eftir lífi og fjöri með skemmtilegu fólki á skemmtilegum stað ættu að skoða sumarbúðir Íþróttafélags fatlaðra á Laugarvatni.

Þar verður í sumar boðið upp á tvö vikunámskeið. Hið fyrra verður vikuna 18. -25. júní og það síðara vikuna 25. júní - 2. júlí.

Verð fyrir vikudvöl  er kr. 62.000 og kr. 117.000 fyrir tveggja vikna dvöl.

Umsóknarfrestur er til 15 apríl nk.

Athygli er vakin á því að sumarbúiðirnar hefjast á laugardegi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Sumarbúða Íþróttasambands fatlaðra sem er http://web.mac.com/sumarbudir

Einnig veitir Baldur Þorsteinsson upplýsingar í síma 897 9393 og Jóhann Arnarson í síma 848 4104 

Netfang sumarbúðanna er sumarbudir@gmail.com Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á ifsport.is