Sumardagurinn fyrsti og vorverkin

Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Víða sjást þess merki að gróður og umhverfið er að taka stakkaskiptum. Námskeið í trjáklippingum og umhirðu garða hófst í gær að frumkvæði Skagastrendings. Hópur áhugasamra garðeigenda mætti til að sækja sér fróðleik og þekkingu í ræktun og umhirðu garða og gróðurs undir leiðsögn umhverfisstjóra. Bæði var farið yfir grunnatriðin og einnig heimsóttir nokkrir garðar þar sem gróður var skoðaður og snyrtur. Tími vorverka og hækkandi sól eru merki sumarsins sem kemur óðfluga þessa daganna. Höfðahreppur óskar öllum gleðilegs sumars.