Sumarstörf fyrir framhaldsskólanema - útivinna

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf við ýmis útiverkefni í sumar fyrir framhaldsskólanema 17 ára og eldri.

 

Vinnan er unnin samhliða vinnuskólanum og felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og önnur umhverfistengd verkefni.

 

Vinnutímabil: Frá þriðjudeginum 2. júní og út 31. júlí. 

Vinnutími: 8:15-16:15 alla virka daga, á föstudögum er unnið til hádegis.

 

Krafist er stundvísi, ástundunar, reglusemi og kurteisi. 
 
Upplýsingar veitir Árni Geir verkstjóri:

Áhaldahús: 4522607 Árni Geir: 8614267

Frekari upplýsingar er þá hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 455-2700 og netfanginu: sveitarstjori@skagastrond.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní og umsóknareyðublað má finna hér.