Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

„Úr smiðju vefarans mikla“ er yfirlitssýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á verkum Guðrúnar Vigfúsdóttur veflistakonu frá Ísafirði. Hún verður opnuð laugardaginn 4. júní n.k. kl. 14.00.

Eyrún Gísladóttir, dóttir listakonunnar, ræðir við gesti og opnar sýninguna.
 
Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson stíga á stokk með ljúfan tónlistarflutning.
 
Að vanda verður boðið uppá kaffi og kleinur, mjólk/kókómjólk fyrir börnin.
Aðgangur er ókeypis á opnunina og allir hjartanlega velkomnir.
 
Heimilisiðnaðarsafnið verður opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10.00 - 17.00.