Sundlaugin á Skagaströnd opnar að nýju mánudaginn 18. maí

Sundlaugin á Skagaströnd opnar mánudaginn 18.maí.


Vetraropnun er enn í gildi og opið á virkum dögum frá kl. 16-20, um helgar frá kl. 13-17.
Takmarka þarf fjölda í sundlaugina, 10 einstaklingar ofaní hverju sinni, og verða gestir beðnir um að vera ekki lengur en klukkutíma í senn.

Höfðað verður til skynsemi og verða allir beðnir um að fara eftir 2 metra reglunni eins og kostur er. Við erum öll almannavarnir.

Starfsfólk sundlaugar og íþróttahúss