Súpa og sagnaleikur

 

 

Leikritið Þórdís spákona verður frumsýnt á Skagaströnd laugardaginn 4. október næstkomandi. Það er Spákonuarfur á Skagaströnd sem stendur fyrir sýningunni. 


Söguritunin var í höndum Sigrúnar Lárusdóttur, Dagnýjar Marínar Sigmarsdóttur og Svövu G.Sigurðardóttur en Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson færði sögu Þórdísar í leikrænan búning. Leikstjóri er Bryndís Petra Bragadóttir  og öll hlutverk eru í höndum heimamanna. 

Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu af Jénsínu Lýðsdóttur og Helenu Mara Velemir.

 

Í október árið 2007 fékk félagið Spákonuarfur á Skagaströnd styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra til þess að rita sögu Þórdísar spákonu, en hún var kvenskörungur en sagt er frá henni í nokkrum fornritum og einnig þjóðsögum. Samkvæmt heimildum bjó Þórdís við rætur Spákonufells á Skagaströnd og er hún fyrsti íbúinn sem sögur fara af á þessum slóðum. Hún var sögð tveggja framsýn og fjölkunnug og þekkt fyrir að hafa fóstraði Þorvald víðförla.

 

Í framhaldi af sögurituninni  hefur Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fært sögu Þórdísar í leikrænan búning. 


Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur undir leikstjórn Bryndísar Petru Bragadóttur. Eru öll hlutverk í höndum heimamanna.


Verkið verður frumsýnt laugardaginn 4. október og síðan verður einnig sýning kvöldið eftir. Í upphafi sýningar verður leikhúsgestum boðið upp á þjóðlegar veitingar í formi kjötsúpu.