Súpukvöld og markaður


Miðvikudaginn 16. janúar frá kl. 18:00 - 20:00 ætlar Umf. Fram að vera með súpukvöld og markað í Fellsborg.

Í boði verður að kaupa gúllassúpu (eða kakósúpu fyrir börnin ef þau vilja hana frekar), súpan kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir grunnskólabörn (frítt fyrir 5 ára og yngri).

Einnig býðst fólki að leigja borð og selja þar notað útivistar- og íþróttadót (fatnað og búnað), hafið samband við Dísu Ásgeirs. í síma 452 2923 eða 895 5472 ef þið viljið fá borð.

Fjölmennum og eigum saman skemmtilega kvöldstund um leið og við styrkjum félagið til góðra verka og ekki er verra ef okkur tekst að grynnka á dótinu í geymslunni :)

Kveðja Umf. Fram.