Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir húsnæði fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur samþykkt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsir eftir slíku húsnæði.

Þeir sem geta boðið fram húsnæði til leigu fyrir fólk á flótta frá Úkraínu bent á að fylla út eyðublað á vefsíðu Fjölmenningarseturs. Þá eru viðkomandi vinsamlega beðnir um að láta sveitarstjóra vita ef þeir hyggjast bjóða fram húsnæði svo við höfum góða yfirsýn yfir möguleika á því að taka á móti flóttafólki í sveitarfélaginu.

Hægt er að hafa samband við sveitarstjóra ef einhverjar spurningar vakna.  Á vefsíðu Fjölmenningarseturs er einnig að finna upplýsingar og svör við algengum spurningum sem upp hafa komið.