Sveitarfélagið Skagaströnd hlýtur Jafnlaunavottun

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85. Vottunin er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur Jafnlaunastaðalsins. Með jafnlaunavottuninni hefur Sveitarfélagið öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Jafnlaunavottunin er mikilvægur áfangi og gleðiefni að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins hafi fengið jafnlaunavottun.

Það er mikill vilji og metnaður hjá sveitarfélaginu til þess að nýta jafnlaunakerfið til þess að gera vinnustaðinn enn betri fyrir starfsfólk. Jafnlaunakerfið er mikilvægt stjórntæki sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum sé málefnaleg og feli ekki í sér kynbundna mismunun. 

Sveitarfélagið hefur tekið við skírteini til staðfestingar jafnlaunavottunar frá vottunarstofunni Versa vottun og er vottunaraðila og starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir gott samstarf í tengslum við vottunarferlið. 

Sveitarstjóri