Sveitarfélagið Skagaströnd leitar eftir starfsfólki í ýmis sumarstörf

Sveitarfélagið Skagaströnd leitar eftir starfsfólki í eftirfarandi sumarstörf:

 

·        Flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla Skagastrandar frá 17. maí eða fyrr. Gerð er krafa um að umsækjendur séu 20 ára eða eldri.

·        Almennum starfsmönnum til ýmissa sumarstarfa, 16 ára og eldri.

·        Starfsmanni til að hafa m.a. umsjón með „Kofavöllum“ fyrir börnin í samstarfi við Umf Fram. Starfið felst í umsjón með kofasmíði skólagörðum og leikjanámskeiði.

·        Umsjón með gæsluvelli á meðan sumarlokun leikskólans stendur yfir.

·        Sundlaugarvarsla í sumarafleysingum.

 

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sveitarfélagsins eða á www.skagastrond.is. Umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins og er frestur til að sækja um starf flokksstjóra til 10. maí 2010

Nánari upplýsingar veitir Árni Geir Ingvarsson í síma 861 4267 eða á ahaldahus@skagastrond.is

 

 

 

 

 

Skagaströnd, 3. maí 2010

 

Sveitarstjóri