Svið og súrmatur

Kvennfélagskonur hafa staðið í ströngu við undirbúning þorrablótsins sem fram fer á laugardaginn í Félagsheimlinu Fellsborg. Hefur þorrailmurinn smátt og smátt tekið völdin í sölum hússins auk þess sem hlátrasköll og skarkali sem berst ofan af sviðinu, frá þorrablótsskemmtinefndarfólki, gefur vísbendingar um að allt sé að verða klárt. Ekki hefur farið miklum sögum af þeim atriðum sem taka á fyrir enn víst má telja að stiklað verði á helstu viðburðum ársins. Kvennfélagskonur höfðu á orði að matarborðið ætti að verða í hefðbundnum stíl svo það er ekki hægt annað en að láta sér hlakka til.