Sýning leikskólabarna í Landsbankanum

Árleg myndlistasýning leikskólabarna á Skagaströnd í Landsbankanum stendur nú yfir. Börnin komu í heimsókn í bankann síðasta þriðjudag og þá var listaverkunum komið fyrir.

Líklega er um tíu ár síðan starfsmenn bankans bauð leikskólanum að koma og setja upp sýningu í tengslum við leikskóladaginn sem er 6. febrúar. 

Meðfylgjandi myndir tók Signý Ósk Richter.