Takk fyrir komuna

Við hjá Rannsóknarsetri HÍ á Skagaströnd þökkum öllum sem komu í heimsókn til okkar um safnahelgina.

Það gladdi okkur mjög hve margir nenntu að koma og aðstoða okkur við að finna út hvað er á myndum, sem við þekktum ekki. Einnig þökkum við  öllum sem tóku þátt í að rifja upp með okkur sögu hafnarinnar.                                                                                                                                      Við viljum minna á að Ólafur Bernódusson er við vinnu í setrinu  alla virka daga frá 8 - 12 . Á þeim tíma eru allir meira en velkomnir því alltaf vantar okkur hjálp við að þekkja fólk og staði sem eru á myndum ljósmyndasafnsins.

Einnig er fólk velkomið ef það langar að glugga í bækur úr safni Halldór Bjarnasonar, sem eru á staðnum. Bækurnar eru ekki til útláns en mjög góð lesaðstaða er hjá Rannsóknarsetrinu í gamla kaupfélagshúsinu.                                                                                       Ólafur er líka að vinna fyrir Farskólann og tekur fólk í viðtöl t.d. um námsframboð fyrir fullorðna og annað því tengt. Einnig býður hann upp á áhugasviðsgreiningu til að hjálpa fólki við að taka réttar ákvarðanir í sambandi við námsval.  Auðvitað er líka hægt að hafa samband við okkur í síma 4512210 á hverjum morgni.