TAKMARKANIR Á AÐGENGI FÉLAGS- OG SKÓLAÞJÓNUSTU A-HÚN. VEGNA COVID-19

Skv. aðgerðaáætlun Félags- og skólaþjónustunnar A-Hún. vegna COVID-19 hafa verið settar takmarkanir á aðgengi að Félags- og skólaþjónustunni.

 • Allir þjónustuþættir eru virkir, þ.e. félags- og skólaþjónusta, barnavernd, þjónusta við aldraða sem og grunnþjónusta sveitarfélaganna sem er undir verkstjórn og ábyrgð Félags- og skólaþjónustunnar, þ.e. skipulag félagslegrar heimaþjónustu og liðveisla. Starfsemi félagslegrar heimaþjónustu er á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags og helst óbreytt að sinni.
 • Ef einstaklingar eru með liðveislu eða heimaþjónustu og eru í sérstökum áhættuhópi skulu einstaklingar meta það sjálfir hvort þeir vilja njóta þjónustunnar áfram. Í samráði við sveitarfélagið er í einhverjum tilvikum hægt að breyta fyrirkomulagi til þess að reyna að takmarka áhættu eins og hægt er.
 • Fundum er frestað sem ekki eru brýnir og frekar notast við fjarfundi, símafundi og tölvupóst. Upplýsingar um starfsfólk Félags- og skólaþjónustunnar eru á heimasíðunni www.felahun.is
 • Barnaverndarstarf verður með hefðbundnum hætti, vitjunum eða viðtölum í barnavernd verður ekki frestað nema mjög brýn ástæða sé til (þ.e. einstaklingur í sóttkví eða einangrun).
 • Sveitarfélög sjá um matarsendingar til skjólstæðinga í heimahúsum.
 • Ekki hefur verið lokað fyrir aðgang að Hnitbjörgum íbúðakjarna á Blönduósi. Aðstandendur og gestir eru þó beðnir um að gæta varúðar þar sem einhverjir íbúa tilheyra áhættuhópi og eru í meiri hættu á að smitast af COVID-19 veirunni en aðrir. Er þeim tilmælum beint til fólks sem er með kvef eða flensulík einkenni að gæta fyllstu varúðar og koma ekki í heimsókn til íbúa. Einstaklingar sem hafa ferðast utanlands eru beðnir um að koma ekki í heimsókn fyrr en í fyrsta lagi að 14 dögum liðnum eftir heimkomu.

Takmarkanir eru á heimsóknum í stofnanir og húsnæði Félags- og skólaþjónustunnar, nema fyrir þá sem þangað eiga brýn erindi. Það er í höndum forstöðumanna stofnana að sjá um framkvæmd á þessu. Við óskum eftir góðri samvinnu og skilningi. Nánar tiltekið er um að ræða:

Skrifstofa Félags- og skólaþjónustu A-Hún, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi

 • Fólki er bent á að hafa fyrst samband við starfsmenn í síma eða tölvupósti áður en komið er á skrifstofuna.
 • Reynt er eftir fremsta megni að sinna erindum í gegnum síma eða tölvupóst nema brýn nauðsyn sé til annars.
 • Lokun eða frekari takmarkanir á heimsóknum verða tilkynntar ef til þeirra kemur.

Upplýsingar um starfsfólk

 • Sara Lind Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, sara@felahun.is s. 455-4170/455-4171/863-5013
 • Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, thordis@felahun.is, s. 455-4174/661-5812
 • Ásta Þórisdóttir, verkefnastjóri – ráðgjafi, asta@felahun.is, s. 455-4172/ 893-4188
 • Sigrún Líndal, iðjuþjálfi – ráðgjafi, sigrun@felahun.is, s. 455-4173/ 844-5013

Neyðarnúmer barnaverndar og heimilisofbeldis er 112 (eftir kl. 16 virka daga, um helgar og á hátíðisdögum).

Dvalarheimilið Sæborg

 • Ekki hefur verið lokað fyrir heimsóknir á Sæborg dvalarheimili aldraðra. Þá eru aðstandendur sem hafa verið erlendis beðnir að koma ekki í heimsókn fyrr en eftir 14 daga frá komu til landsins. Einnig eru gestir beðnir um að virða eftirfarandi heimsóknareglur:

1. Alls ekki koma í heimsókn ef:

a. Þú ert í sóttkví

b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku

c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

d. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

2. Heimsóknartími er opinn, en láta vita af sér.

3. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19

4. Miðað er við að gengið sé um aðaldyr stofnuninnar . Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Spritt er í hverju herb.

5. Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa og starfsfólk eins og hægt er.