Takmarkanir vegna Covid19

Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 þarf enn á ný að bregðast við þó að þjónustan í sveitarfélaginu muni í megindráttum haldast óbreytt.
Íþróttahús: Hefðbundinn opnunartími en eftirfarandi takmarkanir:
- Hámarksfjöld í sal er 4 á hverjum tíma.
- Hámarksviðvera er 1 klst. í senn.
- Aðeins annað hvert upphitunartæki er í notkun á hverjum tíma
- Lokað verður á allar hópíþróttir í íþróttasal.
- Gufubaðið og teygjurými verða lokuð.
- Búningsklefar eru lokaðir.
Þeir sem koma í íþróttahúsið og ætla að nýta sér aðstöðuna eru beðnir um að sótthreinsa á sér hendurnar, búið er að koma upp sprittstöðum í anddyri og hér og þar í húsinu.
Gott er einnig að hafa sitt eigið handspritt á æfingu.
Við bendum einnig á ráðleggingar Landlæknis um að handþvottur er besta forvörnin.
Vinsamlegast sprittið öll áhöld og búnað fyrir og eftir æfingar.
Við biðjum alla iðkendur að passa að hafa um 2 metra á milli sín á æfingum og að deila ekki búnaði með öðrum.
Við biðjum alla þá sem finna fyrir einkennum flensu eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga vinsamlegast að mæta ekki í íþróttahúsið.
Sundlaug: Hefðbundinn opnunartími en eftirfarandi takmarkanir:
Tveggja metra reglan er ekki valkvæð heldur skyldubundin.
Hérna eru vinsamleg tilmæli til sundlaugargesta:
Við miðum við að gestir dvelji ekki lengur en 1 klst. í hverri heimsókn.
-Virðum 2ja metra regluna.
-Hæfilegur fjöldi gesta í klefa er 2 ef um óskylda aðila er að ræða.
-Hæfilegur fjöldi gesta í pottinum eru 2 einstaklingar.
-Hæfilegur fjöldi gesta í sundlaug eru 8 einstaklingar.
*Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin þessum fjöldatakmörkunum.
Reynt verður að halda opnu í samræmi við eftirfarandi verklag en ef það reynist ekki framkvæmanlegt verður tilkynnt sérstaklega um lokun.
 
Skagastrandarhöfn: Óbreytt opnun og þjónusta en virðum 2 m regluna.
 
Bókasafn: Lokað í ágúst en ef takmarkanir verða viðverandi verða viðeigandi ráðstafanir kynntar fyrir íbúum.
 
Félagsstarf: Lokað í ágúst en ef takmarkanir verða viðverandi verða viðeigandi ráðstafanir kynntar fyrir íbúum.
 
Sæborg: Heimsóknir eru leyfðar inn á Sæborg með ákveðnum takmörkunum.
Aðstandendur sem hafa verið erlendis eru beðnir um að koma ekki í heimsókn fyrr en eftir 14 daga frá komu til landsins.
Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:
Alls ekki koma í heimsókn ef:
  • Þú ert í sóttkví
  • Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19
Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Spritt er í hverju herbergi.
Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa og starfsfólk eins og hægt er.
Óheimilt er að fara inn um aðaldyr og almenn rými á Sæborg en gestir skulu fara inn í gegnum sér inngang fyrir hvert herbergi.
Heimsóknartími er opinn, en mikilvægt að láta starfsfólk vita.
Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.
 
Allar nánari upplýsingar um Covid19 á Íslandi má finna hér.