Textílgámar á gámasvæði

Frá áramótum mun Rauði krossinn á Skagaströnd hætta móttöku á fatnaði í fatagáma RKÍ. Samkvæmt hringrásarlögum ber sveitafélögum að taka við söfunun á fatnaði.

Á gámasvæði Terra við Vallarbraut verður sérstakur textilgámur. Í þennan gám má allur rextill fara, en föt, skór og klæðnaður þarf að vera hreint, þurrt og pakkað í plastpoka áður en að þau eru sett í gáminn. Föt, skór og klæði mega vera rifin eða slitin þar sem þau nýtast til endurvinnslu.

Rauði krossinn á Skagaströnd þakkar bæjarbúum kærlega fyrir stuðninginn á liðunum árum, fatagámar RKI verða fjarlægðir af svæðinu.

Kveðja,

Sveitarfélagið Skagaströnd og Rauði krossinn á Skagaströnd