Þakkarbréf til björgunarsveitar

Hreppsnefnd Höfðahrepps þakkar Björgunarsveitinni Strönd fyrir ómetanlega aðstoð við íbúa og atvinnulíf þegar óveður gekk yfir Skagaströnd dagana 12. – 16. janúar 2004. Hreppsnefndin metur mikils hið fórnfúsa starf björgunarsveitarmanna og annarra sjálfboðaliða sem unnið hafa við björgun verðmæta og aðstoð við íbúa. Sá samhugur sem birtist í störfum þessa fólks er til fyrirmyndar og styrkir samfélagið á erfiðum tímum. Skagaströnd, 22. janúar 2004. Hreppsnefnd Höfðahrepps