Þau giftu sig á Skagaströnd!

 


 

Elizabeth Layton og Sidney Blevins voru gefin saman af séra Bryndísi Valbjarnardóttur úti á Spákonufellshöfða hér á Skagaströnd föstudaginn 19. júní sl.

Þau komu í nokkurra daga heimsókn frá Bandaríkjunum með 2ja ára soninn Strummer til að kynna honum land og þjóð og til að gifta sig. 

 

Liz og Sid eins og þau eru kölluð eru  fyrrum Nes listamenn og voru bæði hér í febrúar 2012 en Liz kom síðan aftur í maí sama ár.

Þeim er staðurinn hjartfólginn og segja að hann sé þeirra uppáhalds.

 

Stundin var ljúf, veðurguðirnir sáttir og Höfðinn og Spákonufellið voru fallegur bakgrunnur athafnarinnar.

 

Svo er spurning hvort það fari nokkuð að vaxa hrísgrjón á Höfðanum!