Þórdís spákona er loksins komin heim

Þórdís spákona hefur verið fjarri Skagaströnd um hríð, í um það bil eitt þúsund ár, en er nú loksins komin heim. Hún hefur tekið sér bólfestu í Gamla Kaupfélagshúsinu, að minnsta kosti í bili.

Það er Spákonuarfur sem hefur látið búa til líkneskið af Þórdísi. Fyrirmynd Þórdísar er Jensína Lýðsdóttir sem lék hana í leikriti sem sýnt var í Fellsborg fyrir rúmu ári. 

Líkneskið gerði Ernst Backman sem var frumkvöðull að stofnun Sögusafnsins í Perlunni í Reykjavík.