Þórdísarganga á Spákonufell á laugardaginn

Spákonuarfur, menningarfélag á Skagaströnd, stendur fyrir gönguferð á Spákonufell á laugardaginn 5. júlí. Lagt verður af stað klukkan 11 frá Golfvellinum og er gangan er til minningar um Þórdísi spákonu sem bjó á 10. öld á bænum Felli og nefnist Þórdísarganga.

 

Fararstjóri í ferðinni er Ólafur Bernódusson, en hann þekki Spákonufell afar vel og ekki síður sögur af Þórdísi. Ólafur hefur um árabil stundað rannsóknir á fjallinu og er sagt að hann geti nú staðfært ýmsa atburði sem gerðust í lífi Þórdísar, bæði sannar og lognar. Hann hefur til dæmis fundið bjargið sem kerlingin henti ofan af Borginni og drap rolluskjátuna sem gert hafði henni gramt í geði í langan tíma. Sagan segir ennfremur frá því að Þórdís hafi gengið daglega upp í Spákonufell og greitt þar lokka sína. Mun Ólafur hafi fundið hárgreiðslustaðinn og gott ef ekki líka einhverja lokka kerlingar. Síðast en ekki síst er hugsanlegt að Ólafur hafi fundið þann stað er Þórdís fól kistuna sem full er af gersemum.

 

Gönguleiðin á fjallið var nýlega stikuð. Gengið er fyrst í stað upp aflíðandi brekkur fyrst í stað en síðan verða þær aðeins brattari. 

Hverig er leiðin snarbrött. Uppi er stórkostlegt útsýni, sér yfir í Skagafjörð allt í Fljótin. Gangan tekur 3-4 tíma og ekki spillir fyrir að spáð er fínu veðri á laugardaginn.

 

Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm helst með stífum sóla. Börn og unglingar geta þó verið í strigaskóm. Munum að oftast er nokkru kaldara uppi á fjalli en niðri á láglendi. Mikilvægt er að hafa með sér nesti.

 

Að lokinni göngu verður boðið upp á veitingar í golfskálanum.  Allir sem ganga á fjallið fá viðurkenningu.

 

Þátttökugjald er 1000 kr. Ókeypis er fyrir yngri en 16 ára. 

Nauðsynlegt er að fólk skrái sig í gönguna og er skráningarsíminn 861 5089.