Menningarfélagið Spákonuarfur á Skagaströnd stendur fyrir göngu á Spákonufell n.k. föstudagskvöld.
Á síðasta ári voru farnar tvær Þórdísargöngur á Spákonufell sem tókust mjög vel og voru þátttakendur þá alls um 150.
Fararstjóri er að vanda sagnamaðurinn Ólafur Bernódusson. Hann segir frá Þórdísi spákonu og bendir á staði sem tengjast sögu hennar.
Mæting er við Golfskálann að Háagerði. Að lokinni göngu verður boðið upp á nátthressingu sem er innifalin í verð.
Þátttökugjalder 1500 kr. en ókeypis er fyrir yngri en 16 ára.
Frekari upplýsingar gefnar í síma 8615089.