Þorrablót á Barnabóli

Hið hefðbundna þorrablót Barnabóls var haldið fimmtudaginn 5. febrúar s.l. Undirbúningur blótsins hófst daginn áður með hattagerð en allir útbúa sinn eigin þorrabótshatt (kórónu). Þegar öðrum undirbúningi var lokið söfnuðust allir saman og sungu „Nú er frost á Fróni“ og fleiri lög. Loks var sest að snæðingi en á borðum var; harðfiskur, hangikjöt, lifrapylsa og blóðmör, ný og súr sviðasulta, súrir pungar, hákarl og rúgbrauð. Flestir voru hrifnastir af harðfiskinum og hangikjötinu en margir smökkuðu allar tegundir. Ein stúlkan hámaði í sig lifrapysluna á meðan önnur borðaði mest af hangikjötinu. Sá yngsti borðaði bara allt sem var sett á diskinn hans. Sumir vildu hafa mikið smjör á rúgbrauðinu sínu en aðrir borðuðu bara „mikið“ og drukku djús með. Helga Bergsdóttir leikskólastjóri