Þorrablót á Skagaströnd

Þorrablót Kvenfélagsins Einingar á Skagaströnd verður haldið laugardaginn 14. febrúar nk. og fer forsala miða fram 8. febrúar milli kl. 12.00 og 13.00 í Félagsheimilinu Fellsborg. Miðaverð er 4.100 kr. en eldriborgarar og unglingar fæddir 1988 greiða 2.500 kr. Skemmtiatriði verða í höndum valinkunnra úrvalsaðila og hljómsveitin Von frá Sauðárkróki spilar fram eftir nóttu.